Skip to main content

Æskuár og elliglöp

Æskutál og elliglöp Ágrip af veraldarsögu Helga Hallgrímssonar frá Droplaugarstöðum, sem er áttatíu vetra og fjórum betur á því herrans ári MMXIX, eftir minni upp teiknað, ásamt úr ýmsum ritheimildum. Ég er fæddur 11. júní 1935 í Holti í Fellum, Fljótsdalshéraði, þar sem móðir mín, Laufey Ólafsdóttir (1912-2003) átti heima, en faðir minn Hallgrímur Helgason (1909-1993) var frá Ási í Fellum. Ólafur móðurafi var frá Skeggjastöðum í Fellum, afkomandi Odds Jónssonar og Ingunnar Davíðsdóttur skyggnu frá Hellisfirði,frændi hans var Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari, sem ritaði langan þátt af Ingunni...

Óútgefið efni

Continue reading

Arnheiðarstaðir og Droplaugarstaðir

Arnheiðarstaðir Arnheiðarstaðir eru landnámsjörð og mikill sögustaður gegnum allar aldir. Þar fæddust Helgi og Grímur Droplaugarsynir á 10. öld, og ólust upp, en þeir eru helstu sögupersónur fornsagna Austurlands. Þar hafa fundist merkisgripir í jörðu, m.a. Arnheiðarstaðavötturinn, (1889) sem nú er í Þjóðminjasafni, talinn einstakur meðal fornminja á Norðurlöndum. Geitagerði er gamalt hjáleigubýli innst í landi Arnheiðarstaða, iðulega nýtt þaðan, þó fyrir löngu orðið sérstök jörð, og sama er að segja um jörðina Merki á Jökuldal, þó undarlegt sé, því að langt er þar á milli. Arnheiðarstaðir,...

Continue reading

Geitagerði

Geitagerði Geitagerði var hjáleigubýli í innsta hluta Arnheiðarstaða, á landi milli Geitár og Marklækjar, og gilti þar sama eignarhald og sömu kvaðir og á aðaljörðinni (sjá Arnheiðarstaði). Ábúandi keypti jörðina 1953. Þar var hefðbundinn búskapur til aldamóta 2000, frá 1970 með skógrækt, en síðan aðeins skógarbúskapur. Minjar í Geitagerði voru skoðaðar 12. júlí 1986, 8. ágúst 1990, og nokkrum sinnum síðan. Gamli bærinn "stóð rétt ofan við núverandi íbúðarhús, forn baðstofa, löguð um 1896, 8 ¾ × 5 álnir + endi. Þverhús (1906), hlaðið, 12 × 6 álnir, alþiljað, járnklætt þak, stafn og veggur....

Continue reading

Brekkugerði og Brekkugerðishús

Brekkugerði Brekkugerði var upphaflega hjáleiga frá Brekku, eins og nafnið bendir til, eign Skriðuklausturs, síðar Konungs og Landssjóðs, eins og aðaljörðin, en langt er síðan Brekkugerði varð sérstök jörð, metin á 12 hundruð 1695 og 1847. Afbýli hennar var Brekkugerðishús (Hús), sem ýmist var nýtt frá heimajörðinni eða af sérstökum ábúendum. Minjar voru skoðaðar 18. júli 1989, síðan 8. ágúst 1990, og 27. nóv. 1993, loks 27. ágúst 2012. Bæjarhús 1877: Þann 20. apríl 1877 var gerð mjög ýtarleg úttekt og virðing á öllum húsum, búsáhöldum og bústofni Þorsteins Jónssonar í Brekkugerði, sem þá...

Continue reading

Hjarðarból og Brekka

Hjarðarból Hjarðarból er nýbýli sem stofnað var 1947 á innri helmingi jarðarinnar Brekku, milli Hengifossár og Hölknár, og var bær reistur neðan við gömul beitarhús er nefndust Skógargerði, skammt fyrir utan Hengifossá. Við beitarhúsin var dálítill túnblettur, og ofan við þau er varða á Sjónarmel. Skógargerðishúsin voru skoðuð og teknar af þeim neg. litmyndir, þar af tvær innanhúss, 8. ágúst 1990. Síðan skoðaði Guðrún Kristinsdóttir minjavörður Austurlands húsin 20. ágúst 1991, og tók neg. myndir af þeim bæði að utan og innan. "Steinhús, byggt 1950-51, 100 m2, ein hæð og kjallari. Útihús:...

Continue reading

Melar

Melar Melar hafa upphaflega verið afbýli eða hjáleiga frá Bessastöðum. Mjög langt er síðan Melar urðu sjálfstæð jörð, en hafa þó fylgt Bessastaðatorfunni þegar hún komst í eigu Skriðuklausturs og síðar konungs á 16. öld, og var í opinberri eigu til 1919, er ábúandi keypti hana. Jörðin er ekki stór (metin á 6 hundruð 1695) en þótti samt góð til búskapar, þar var lengi skógur, nýttur frá klaustrinu, og þar voru tvö sel, annað frá Skriðuklaustri notað fram á 18. öld (SJM II). Við bæinn er kennd Melaætt, sem var fjölmenn í Fljótsdal og víðar á Héraði. Land og minjar á Melum var skoðað 11. júlí...

Continue reading

Eyrarland,Litla Grund og Bessastaðagerði

Eyrarland Eyrarland er nýbýli úr Bessastaðalandi, stofnað 1937 (hið elsta í Fljótsdal) af Jóhanni Jónssyni frá Bessastöðum og Bergljótu Þorsteinsdóttur frá Þuríðarstöðum. Bærinn var byggður á eyrum Bæjarlækjarins, stutt neðan þjóðvegar, og fékk mikinn hluta Bessastaðaness í sinn hlut, sem nú er nær allur orðinn að túni. Annað nýbýli, Eyrarland II, var stofnað 1987 á 4,3 ha lands SA við bæinn, en þar voru aðeins byggðir tveir skálar fyrir minkaeldi. (Hefur nú líklega verið sameinað aðaljörðinni). Í "Búkollu" og örnefnaskrá er Eyrarland ekki aðgreint frá aðaljörðinni og hafa minjar sem þar eru...

Continue reading

Bessastaðir

Bessastaðir Bessastaðir eru að líkindum landnámsjörð í Fljótsdal, síðar kirkjustaður og þingstaður. Í Landnámu segir að Brynjólfur hinn gamli Þorgeirsson "kom skipi sínu í Eskifjörð og nam land fyrir ofan fjall, Fljótsdal allan, fyrir ofan Hengifossá fyrir vestan, en fyrir ofan Gilsá fyrir austan, Skriðudal allan, og svo Völluna út til Eyvindarár, og tók mikið af landnámi Una Garðarssonar og byggði frændum sínum og mágum." (Ísl. fornrit I, 296). Þess er ekki getið hvar Brynjólfur bjó, en sonarsonur hans Bersi Özurarson bjó á Bessastöðum og var bærinn við hann kenndur. Hann var nefndur Spak-Bersi...

Continue reading