"SILFRI KRÝNDA HÉRAÐSDÍS"
Fyrri hluti (“Silfri krýnda Héraðsdís – Snæfell í þjóðtrú og skáldskap”) birtur í jólablaði Austra 1991, bls. 6-9. Aftur, umskrifaður (“Fjalltívinn í Snæfelli”) í Glettingi 13 (1), 2003, bls. 39-41. Seinni hluti (“Fjallgöngur á Snæfell fyrr á tíð”) birtist í tímaritinu Jökli nr. 42 / 1992, bls. 65-72. / H.Hg., 12. 7. 1993.)
Um Snæfell í máli og myndum og næsta umhverfi þess.(Hugsanlega efni í bók um Snæfell).
Snæfell skín í suðri sælu: Silfri krýnda héraðsdís, frá þér holla finn ég kælu, fagurlega djásn þitt rís. Heilsa bað þér bróðir svás, Bárður...
Fjalltívinn í Snæfelli
Fjalltívinn í Snæfelli
(Birti í Glettingi 13 (1), 2003, bls. 39-41)
Snæfell rís í suðri sælu:Silfri krýnda Héraðsdís, frá þér holla finn ég kælu,fagurlega djásn þitt rís.Heilsa bað þér bróðir svás,Bárður hvíti, Snæfellsás,Hann á vestra hrós og lotning.Hér ert þú hin ríka drottning.
Þessi vísa úr Héraðskvæði Matthíasar Jochumsonar er eitt lítið sýnishorn af ótalmörgum vísum og kvæðum, sem ort hafa verið um Snæfell. Í kveðskap er fjallinu ýmist líkt við konung eða drottningu, og "fjallkonuímyndin" er sjaldan langt undan. Hvítu jökulhettunni er gjarnan líkt við "bjartan Fjallkonufald"...
Hengifoss mældur
Hengifoss mældur
Birt í Glettingi 13 (3), 2003, bls.4-47.
Það er sunnudagur 18. júlí 1952, og klukkan er sjö að morgni. Veðrið eins og það getur fegurst orðið á sumardegi. Seytján ára drengstauli stendur á brún Hengifoss og virðir fyrir sér undur náttúrunnar, þetta ógnvænlega gljúfur og fossinn "sem breiðir fram af bergi hvítan skrúða". Sveitin með sínum iðjagrænu nesjum, svörtum leirum og glitrandi vötnum liggur að fótum hans. Það er enn ekki farið að rjúka á bæjum.
Hann hafði heyrt að Hengifoss væri 100 m hár, en ekki sakar að prófa það sjálfur. Hann tekur stein og lætur falla fram af...
Dagbækur úr Fljótsdal
Dagbækur úr Fljótsdal
Dagbók Sæbjarnar Egilssonar (1837-1894) bónda á Hrafnkelsstöðum. Nóv. 12. 1882 – 12.12. 1893, með yfirliti yfir öll árin. (Útdráttur úr dagbókinni um veðurfar 1880-1881, birtist í Austra, 3. árg. 1886). Um 11 ár. “Til er dagbók Sæbjörns tólf síðustu æviár hans, óvenjuvel gerð og greinargóð.” / H.Stef. í Nýjar Kvöldvökur 40 (7-9), 1947.
Dagbækur og “veðurbækur” Sölva Vigfússonar (1854-1926) bónda á Arnheiðarstöðum, oft með mánaðar- og ársyfirlitum. Ná að miklu leyti yfir tímabilið 1880 til 1916 og árið 1924, eða um 37 ár.
1) Veðurbók. Frá 1. nóv 1879 til 22. des. 1883.2)...
Snæfellsöræfi
SnæfellsöræfiEyjabakkar og Snæfell(1999)
Eyjabakkasvæðið
Eyjabakkasvæðið er víðáttumikið votlendi í dalverpi austan undir Snæfelli. Það er í um 650 m h.y.s., við upptök Jökulsár í Fljótsdal úr Eyjabakkajökli. Jökulsá hefur þarna fyllt upp jökulgrafna kvos, með framburði sínum, og kvíslast þar um marflata sléttu milli fjölmargra eyja og hólma, sem kallast Eyjar eða Þóriseyjar. Eyjarnar eru yfirleitt mjög votlendar, og eins eru bakkarnir beggja vegna. Votlendi þetta er víða gróðurríkt, en gróðurinn óstöðugur enda verða oft breytingar á rennsli vatnanna og skriði jökulsins. Mikill fjöldi tjarna...
Vigfús Ormsson
Vigfús Ormsson
Líkræða Stefáns Árnasonar prófasts á Valþjófsstað í sept. 1841
Presturinn sálugi, séra Vigfús Ormsson, var fæddur í þennan heim að Keldum á Rangárvöllum þann 9. júní 1751; það var fimmtudaginn í 8. viku sumars. Foreldrar hans voru Ormur prestur til Keldna- og Gunnarsholtssókna nær því 40 ár, Snorrasonar prests, fyrst að Mosfelli í Grimsnesi og síðan að Görðum á Akranesi, Jónssonar prests að áðurnefndu Mosfelli um 32 ár, Snorrasonar, Jónssonar , Ormssonar sýslumanns Vigfússonar í Eyjum í Kjós, er lifði samtíma Hallgrími Péturssyni, og var vinur hans. Móðir séra Vigfúsar sál....
Maríutungur-Kiðafellsþing
Maríutungur
Örnefnið Maríutungur á öræfunum sunnan Snæfells er líklega meðal hinna elstu og rótgrónustu á þessum slóðum, en hefur þó jafnan verið á reiki hvaða svæði það ætti við. Á Valþjófsstað var Maríukirkja, og er ekki að efa að örnefnið Maríutungur megi rekja til þess að kirkjan eignaðist þetta land. Sama örnefni kemur fyrir í sambandi við skógarítak kirkjunnar í Suðurdal Fljótsdals, líklega í landi Sturluflatar ("Bakkaskóg í Víðivalla land, og alla skóga frá lækjum fyrir utan Maríutungu(r) og til Sturluár.)
Í gömlum heimildum kemur fram að Maríutungur hafi verið vel gróið afréttarland,...
Skáld og fræðimenn í eða úr Fljótsdal
Skáld og fræðimenn í eða úr Fljótsdal
Flutt úr aðalhandriti Fljótsdælu í júní 2014
Fræðimenn
Jón Jónsson (1849-1920) á Stafafelli í Lóni, var Húnvetningur að uppruna, vígðist 1875 prestur að Stafafelli og hélt til æviloka, alþingismaður 1893-99. Fyrri kona Margrét Sigurðardóttir, prófasts á Hallormsstað, sonur þeirra Sigurður bóndi á Stafafelli, og búa afkomendur hans þar enn. Seinni kona Guðlaug Vigfúsdóttir frá Arnheiðarstöðum, systir Guttorms í Geitagerði, þau voru barnlaus. Jón var stórgáfaður, hagmæltur og fjölfróður, einkum um fornsögur. Hann samdi margar ritgerðir og greinar um söguleg...
Gamansögur úr Fljótsdal
Gamansögur úr Fljótsdal
Konan sem kastaði ellibelgnum“Það er sagt á Íslandi hafa tilborið (Hvað satt má vera), því það skeði í tíð herra Þorláks biskups [Skúlasonar], að ein kona öldruð, sem bjó á þeim bóndagarði Brekku í Fljótsdal, fyrir austan í Múlaþingi, varð uppgefin af aldursdómi og burðaleysi. Hún lagðist í rúmið, svo ei mátti á fótum vera, og lá í heilt ár. Á meðan missti hún allar tennur úr sínu höfði, en uxu upp aftur nýjar tennr; hún missti og allt skinn af sínum líkama, og fékk aftur annað nýtt. Af þessari líkamanas umbreyting varð hún svo frísk og létt á sér, að hún yfirgaf rúmið,...